Við öndum að okkur um 12.500 lítrum af lofti á hverjum sólahring

Gæði loftsins sem við öndum að okkur skipta máli fyrir heilsu okkar og velferð.

Sérhæfð lofthreinsitæki

Loftgæði innandyra hafa versnað til muna síðustu áratugina á Íslandi og í heiminum öllum. Samkvæmt rannsóknum er talið að loftgæði innandyra geti verið allt að 5 sinnum verri en utandyra.

Ný byggingarefni, eldtefjandi efni í t.d. sófum, mottum, gólfteppum, rúmdýnum og koddum gefa frá sér VOC útgufun sem getur valdið miklum óþægindum og verið skaðleg heilsu fólks.

Ofan á þetta bætist við umferðarmengun, slæm loftgæði vegna rakaskemmda, gasmengun vegna eldgosa, frjókorna áreiti, bakteríur og veirur í innandyra lofti. Í illa loftræstum rýmum getur þetta allt haft mjög slæm áhrif á heilsu og líðan fólks.

Hvað er til ráða?

Ef mikil loftmengun er til staðar og möguleiki á að halda gluggum opnum til að loftræsta, þá verður hitatap og kyndikostnaður hækkar.

Einfaldasta og áhrifaríkasta lausnin oft við loftgæðavandamálum sem upp koma á heimilum, fyrirtækjum og í heilbrigðisgeiranum, er að setja inn í menguð rými sérhæfð loftefnahreinsitæki sem við hjá Loftöryggi.is erum umboðsaðilar fyrir. Þessi tæki skapa loftumhverfi sem flestum líður betur í. Þau koma þó aldrei í staðinn fyrir viðgerðir á rakaskemmdu húsnæði.

Skoða úrvalið

Hágæða VÖRUR

Loftöryggi.is er umboðsaðilli fyrirtækja sem sérhæfa sig í lofthreinsitækjum og loftgæðamælingum.