Við öndum að okkur um 12.500 lítrum af lofti á hverjum sólahring
Gæði loftsins sem við öndum að okkur skipta máli fyrir heilsu okkar og velferð.
Sérhæfð lofthreinsitæki
Loftgæði innandyra hafa versnað til muna síðustu áratugina á Íslandi og í heiminum öllum. Samkvæmt rannsóknum er talið að loftgæði innandyra geti verið allt að 5 sinnum verri en utandyra.
Ný byggingarefni, eldtefjandi efni í t.d. sófum, mottum, gólfteppum, rúmdýnum og koddum gefa frá sér VOC útgufun sem getur valdið miklum óþægindum og verið skaðleg heilsu fólks.
Ofan á þetta bætist við umferðarmengun, slæm loftgæði vegna rakaskemmda, gasmengun vegna eldgosa, frjókorna áreiti, bakteríur og veirur í innandyra lofti. Í illa loftræstum rýmum getur þetta allt haft mjög slæm áhrif á heilsu og líðan fólks.
Hvað er til ráða?
Ef mikil loftmengun er til staðar og möguleiki á að halda gluggum opnum til að loftræsta, þá verður hitatap og kyndikostnaður hækkar.
Einfaldasta og áhrifaríkasta lausnin oft við loftgæðavandamálum sem upp koma á heimilum, fyrirtækjum og í heilbrigðisgeiranum, er að setja inn í menguð rými sérhæfð loftefnahreinsitæki sem við hjá Loftöryggi.is erum umboðsaðilar fyrir. Þessi tæki skapa loftumhverfi sem flestum líður betur í. Þau koma þó aldrei í staðinn fyrir viðgerðir á rakaskemmdu húsnæði.
Skoða úrvalið
Hágæða VÖRUR
Loftöryggi.is er umboðsaðilli fyrirtækja sem sérhæfa sig í lofthreinsitækjum og loftgæðamælingum.
Blueair er sænskur framleiðandi sem hefur sett á markað mjög vönduð loftefnahreinsitæki sem eru mjög góð í alla almenna lofthreinsun innandyra í atvinnuskyni og á heimilum.
Airpura er kanadískur framleiðandi sem hefur skapað sér gott orðspor síðustu áratugi með mjög öflugum loftefnahreinsitækjum sem hreinsa allt að 200 fermetra rými hvert tæki.
IQAir er einn elsti og virtasti framleiðandi á loftefnahreinsitækjum í heimi og hefur búnaður þeirra verið lofaður og unnið til margra verðlauna víða um heim.